spacer.png, 0 kB
spacer.png, 0 kB
Grillaðar andabringur - önd
Written by zebitz   
Sunday, 03 October 2010 13:33

Hér er fín uppskrift af grilluðum andabringum sem nappað var úr 6 tölublaði Gestgjafans frá árinu 2006. Rétturinn er fyrir 4.

Sjálfsagt telja flestir að andabringur séu allt og feitar til að henta á grillið. Það er þó vandalaust að grilla þær með réttri aðferð. Best er að velja bringur með fremur þunnri fiturönd – þessar íslensku sem nú fást henta vel [innsk. Gumma. Við notum auðvita villiendur].

3 andabringur, 250-300 g hver
2 msk. ólífuolía
2 msk. sojasósa
3 msk. sólberjasaft eða 1 msk. sólberjasulta
2 stk. herbes de provence [innsk. Gumma. Hljómar eins og kynsjúkdómur] eða ítalska kryddjurtablöndu
nýmalaður pipar
salt
salatblöð

Skerið tígulmynstur í fituna á andabringunum með beittum hníf. Blandið saman olíu, sojasósu, sólberjasaft, kryddjurtum og pipar,veltið bringunum upp úr blöndunni og látið þær standa í kæli í 1-2 klst. Takið þær þá úr kryddleginum og látið þær standa við stofuhita á meðan grilið er hitað. Saltið bringurnar, leggið þær á grillið með fituhliðina niður og snöggbrúnið þær við háan hita í 1-2 mínútur á hlið. Setjið þær síðan í álform eða eldfast form sem þolir að fara á grillið (látið fitihliðina snúa upp), slökkvið áörðum/einum brennaranum og hafið bringurnar þar (eða hafið þær á efri hillu). Lokið grillinu og steikið bringurnar í 10-12 mínútur, eða eftir þykkt og smekk. Látið þær standa í nokkrar mínútur eftir að þær hafa verið teknar af grillinu. Skerið þær svo á ská í fremur þunnar sneiðar. Blandið salatblöðum og hluta af vinaigrette-inu saman og dreifið á fat. Raðið andabringusneiðum ofan á og berið afganginn af vinaigrette-inu fram með.

Hnetu-vinaigrette

100 ml hnetuolía
2 msk. vínedik
2 tsk.hHlynsíróp eða hunang
8-12 pekanhnetur
nýmalaður pipar
salt

Hristið saman olíu, edik og hlynsíróp eða hunang. Fínsaxið helminginn af hnetunum en myljið hinar gróft. Blandið hnetum, pipat og salti saman við vinaigrette-ið

 

Last Updated on Sunday, 03 October 2010 13:36
 
spacer.png, 0 kB
spacer.png, 0 kB
 
Joomla Templates by Joomlashack