spacer.png, 0 kB
spacer.png, 0 kB
Hreindýrapaté
Written by zebitz   
Friday, 26 December 2008 11:41

Hér eru tvær góðar uppskriftir af hreindýrapaté sem okkur áskotnaðist. Sú fyrri eftir Henning Þór Aðalmundsson en sú síðari eftir Gunnlaug Guðmundsson.

Hreindýrapaté eftir Henning Þór Aðalmundsson

Hráefni:
400gr. Hreindýrahakk.
200gr. Hreindýralifur – hökkuð (má nota kjúklingalifur)
200gr. Hakkað svínaspekk.
2 tsk. Salt.
1 tsk. Pipar.
1 mtsk. Timian.
1 mtsk. Salvía.
1 mtsk Meriam.
5 egg.
1 peli rjómi.
6 cl. Koniak (má sleppa)

Aðferð:
Öllu blandað vel saman , sett í form og bakað í vatnsbaði í 45 – 60 mín. við ca. 150°c.
Borið fram með grófu brauði og títuberjasultu.

Hreindýrapaté eftir Gunnlaugur Guðmundsson

225 g svínakjöt
225 g svínafita
175 hreindýralifur
225 g hreindýrakjöt
2 hvítlauksrif
1 laukur, u.þ.b. 80 g
3 egg
2 msk kartöflumjöl
3 msk dökkt púrtvín
4 msk Cointreau
1 msk salt
3/4 tsk pipar
1 tsk múskat
1 tsk timian

Aðferð:
A. Hakkið saman hreindýrakjötið, svínakjötið svínafituna, hreindýralifrina, laukinn og hvítlaukinn.
Blandið hakkinu vel saman í stóra skál.
B. Hrærið saman eggjunum, kartöflumjölinu, víninu og kryddinu og blandið saman við hakkið.
C. Sett í paté-form og bakað við 90° í vatnsbaði eða þar til kjarninn nær 68° hita.

 
spacer.png, 0 kB
spacer.png, 0 kB
 
Joomla Templates by Joomlashack